Hringdu gæðingamót Harðar

Hringdu Gæðingamót og úrtaka fyrir Landsmót fer fram á Varmárbökkum 4. – 5. júní nk.

 

Fyrri úrtaka er á fimmtudeginum 2. júní og verða knapar að skrá sig sér á það mót EF þeir ætla fara báðar umferðir.  Í fyrri úrtöku er bara riðin forkeppni. 

 

 

Fyrri úrtaka er sameiginleg með Hestamannafélögunum Grana og Adam. 

 

 

 Boðið verður upp á eftirfarandi keppnisgreinar:

 

• A flokkur gæðinga

 

• A flokkur gæðinga áhugamenn

 

• B flokkur gæðinga 

 

• B flokkur gæðinga áhugamenn

 

• Tölt T1 – Opinn flokkur

 

• Ungmennaflokkur

 

• Unglingaflokkur 

 

• Barnaflokkur

 

• Unghross (fædd 2011)

 

• Skeið 100 m.

 

• Pollar 

 

 

Reglur vegna úrtöku:

 

Á þessu móti fer fram úrtaka Harðar fyrir Landsmót 2016 því verða allir keppnishestar að vera í eigu Harðarfélaga. Eigandinn verður að vera skuldlaus við félagið.

 

Skráning:

 

Skráning fer fram á sportfengur.com. 

 

Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr. 4.500 og fyrir pollagreinar 1.000 kr. Skráningargjald fyrir 100 m. skeið er kr. 2.000. Athugið að stofnuð hafa verið tvö mót þannig að þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokkinn velja mótið: Hringdu Gæðingamót áhugamenn A og B flokkur.

 

Skráning fer ekki fram fyrr en skráningargjald hefur verið greitt!   

 

Skráning hefst í dag fimmtudag 26.5 og lýkur á miðnætti þriðjudag 31.5. Ekki verður tekið á móti skráningum eftir þennan dag!

 

Sportfengur bíður ekki upp á flokkinn unghross né polla.

 

Því þarf að skrá eftirfarandi:

 

• Skráning í unghrossakeppni: Annað / Annað

 

• Skráning í pollaflokk: Annað / Pollaflokkur 

 

http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add