Beit í sumar

Hestamannafélagið Hörður býður félögum upp á beitarhólf í sumar nú eins og undanfarin ár. Sótt skal um beit á sérstökum "link" hér á heimasíðunni til hægri; "Sótt um beit".
Til þess að hljóta beit verða umsækjendur að vera skuldlausir félagar í Herði.
Beitartími er frá 10. júní til 10. september. Tímasetning sleppingar fer þó eftir ástandi gróðurs hverju sinni og getur brugðið til beggja átta í þeim efnum.
Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Einingarverðið er 10.500 kr. (verð pr. hest) fyrir tímabilið.
Þeim er hljóta beitarhólfa verða að hafa gengið frá uppgjöri fyrir 1. júní. Þeir sem ekki hafa gengið frá sínum málum fyrir þann tíma missa beitina þatta árið og verða hólfin þá úthlutuð öðrum.
Beitarnefnd