LYKILL AÐ REIÐHÖLLINNI OG FÉLAGSGJÖLDIN

Stjórn Harðar ákvað á fundi 25.nóv. sl. að hækka gjald fyrir lykla í reiðhöllina.

Heill dagur kostar 32.500kr., árgjaldið, þá er lykillinn opinn frá kl. 8.00 - 23.30.

Hálfur dagur kostar 8.000kr., árgjaldið, þá  er lykillinn opinn frá kl. 16.00 - 23.30.

Um helgar eru báðir lyklarnir opnir frá kl.8.00 - 23.30.

Gjalddaginn er 1.janúar og eindagi 10.janúar, á það líka við um félagsgjöldin. Greiða verður bæði fyrir lykilinn og félagsgjöldin til þess að opnað verði fyrir lykilinn að reiðhöllinni.

Þegar greitt hefur verið opnast fyrir lykilinn innan tveggja daga.

Jafnframt þessu erum við að taka í notkun nýtt aðgangskerfi og verður lokað fyrir alla lykla 10janúar, þegar kerfið verður tekið í notkun.  Þeir sem eru að fara á reiðnámskeið í reiðhöllinni á svæði 2 (innri salurinn) eiga eftir þetta að nota litlu hurðina á gaflinum sem snýr í vestur.

Þeir sem leigja höllina undir reiðkennslu geta séð gjaldskránna á heimasíðunni.