Greinargerð

GREINARGERÐ

 

Tillögur um breytingu á lögum Hestamannafélagsins Harðar

 

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 7. nóvember 2013 var samþykkt tillaga um að skipuð yrði nefnd til að endurskoða lög félagsins í heild sinni.  Nefndin skyldi skipuð 5 mönnum, þar af tveimur mönnum úr stjórn félagsins.  

Nefndin var skipuð af formanni félagsins, þannig að úr stjórn voru skipaðir Ólafur Haraldsson, og Sigurður Guðmundssonaf annarra félagsmanna voru skipaðir, Marteinn Magnússon, Hákon  Hákonarson og Júlíus Ármann.  Nefndin hélt nokkrafundi þar sem fjallað var um þær breytingar sem hún taldi nauðsynlegt að gera á lögum félagsins.  

Mikilvægustu atriðin voru að mati nefndarmanna að kveða á um það að tilskilinn lágmarksfjöldi félagsmanna yrði að vera mættur á fundum félagsins til að þeir teldust vera lögmætir (ályktunarbærir).  Þá töldu nefndarmenn nauðsynlegt að taka inn í lög félagsins ákvæðium Félag hesthúseiganda á Varmarbökkum, en samþykkt var á aðalfundi félagsins og í Félags hesthúseiganda á Varmarábökkum á árinu 2000 aðFélag hesthúseiganda á Varmarbökkum skyldi vera deild innan félagsins.  Þá taldi nefndin rétt að gera tillögur um breytingar á ákvæði laganna um kosningu formanns og aðrar breytingar eins og þeim er lýst í greinargerð þessari.

Hér að neðan er að finna stutt yfirlit yfir tillögur nefndarinnar og skýringar á þeim.  

 

 

Tillaga um breytingu á 1. gr. félagsins.

Lagt er til að við 1. gr. félagsins komi ný málsgrein sem kveði á um það að í félaginu sé starfandi sem sér deild félag hesthúseiganda, en samþykkt var á aðalfundum beggja félaga á árinu 2000 að Félag hesthúseiganda á Varmarbökkum skyldi vera deild innan félagsins.  

Í ljósi þess þótti nefndarmönnum nauðsynlegt að kveðið væri sérstaklega á um þetta í lögum félagsins og kvaða réttindi og skyldur þessi deild hefði gagnvart félaginu, samanber nánari umfjöllun um það í 13. gr. hér að neðan.

 

Tillaga um breytingu á 2. gr. félagsins.

Ekki eru lagðar til tillögur um breytingar á þessari grein.

 

Tillaga um breytingu á 3. gr. grein félagsins.  

 

Lagt er til að líkt og kveðið er á um í núgildandi lögum að allir getir orðið félagsmenn í Hestamannafélaginu Herði sem eru reiðubúnir að hlíta lögum félagsins.  Ekki er lengur gerð krafa um það að nýja félagsmenn skuli bera upp til samþykktar á aðalfundi félagsins, heldur öðlast félagsmenn full réttindi frá því að stjórn samþykkir umsókn og félagsgjöld eru greidd.  

Þá er lagt til að þeir félagsmenn sem ekki greiða félagsgjöld, hafi hvorki atkvæðisrétt á félagsfundum né aðgang að eignum félagsins, s.s. reiðhöll, hringgerðum o.fl.

Þá er lagt til að kosningaréttur þeirra félagsmanna sem ekki hafa náð 18 ára aldri sé takmarkaður, þannig hafa þessir félagsmenn m.a. ekki heimild til að greiða atkvæði um málefni af fjárhagslegum toga.  Stjórn félagsins sker úr ágreiningi sem rísa kann vegna þessa.

 

Tillaga um breytingu á 4. gr. félagsins.  

 

Lagt er til að núverandi 4. gr. verði felld brott úr lögum félagsins, enda hefur hún ekkert sjálfstætt gildi, en kveðið er á um valdsvið aðalfundar og stjórnar í 5. og 7. gr.  laga félagsins.  

Í staða núgildandi 4. gr.  komi ný grein sem fjalli boðun félagsfunda, en lagt er til að heimilt verði að boða til félagsfunda með tilkynningu sem birt er á heimasíðu félagsins og svo með annaðhvort opinberri auglýsingu eða tölvupósti til félagsmanna.  

Verði þessi tillaga samþykkt verður ávallt nauðsynlegt að auglýsa félagsfundi á heimasíðu félagsins, en stjórn hefur svo val um það hvort hún birtir auk þess eina opinbera auglýsingu t.d. í bæjariti eins og Mosfellingi eða sendir tölvupóst tilfélagsmanna.  Engin ákvæði eru í núgildandi lögum um boðun félagsfunda, en samkvæmt 5. gr. núgildandi laga skal boða aðalfund með bréfi til félagsmanna.  Telur nefndin að þetta sé óþarflega flókinog kostnaðarsöm aðferð við boðunfélagsfunda í félaginu, en kostnaður við að senda ábyrgðarbréf á alla félagsmenn er nálægt 200 þkr.  

Þá er kveðið á um það í greininni að fundir séu ekki ályktunarbærir nema a.m.k. 1/10 félagsmanna sem atkvæðisrétt hafa samkvæmt 3. gr. séu mættir á fundinum.  En þetta þýðir að aðeins þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld sín hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins, þ.m.t. aðalfundum.  Í dag eru félagsmenn sem greiða félagsgjöld sín á milli u.þ.b. 400 talsins og þetta þýðir að a.m.k. 40félagsmenn þurfa að mæta á fund félagsins til að hann sé ályktunarbær.  

Náist ekki áskilinn fjöldi félagsmanna verður að fresta fundi og boða nýjan fund sem er þá lögmætur til að fjalla um málefni þau sem ræða átti á fyrri fundi án tillits til fjölda fundarmanna sem mættir eru á fundinum.

Nefndin taldi nauðsynlegt að leggja til þennan varnagla þannig að fundur þar sem t.d. einungis örfáir félagsmenn væru mættir gæti ekki tekið viðamiklar ákvarðanir sem varða félagið og rekstur þess.

 

Tillaga um breytingu á 5. gr. félagsins.

 

Lagt er til að 1. mgr. 5. gr. verði breytt þannig að geta verði um það í fundarboði hvaða  lagabreytingar séu fyrirhugaðar og það komi jafnframt fram í fundarboði hvaða tillögur séu gerðar um breytingar á lögum félagsins. Verði tillaga samþykkt verður það því að koma fram í fundarboði hvaða tillögur menn gera um breytingar á lögum félagsins.

 

Tillaga um breytingu á 6. gr. félagsins.

 

Lagt er til að 2. mgr. 6. gr. verði breytt þannig að formaður geti verið endurkjörinn alls 3 sinnum.  Verði þetta samþykkt getur formaður félagsins setið í samtals 4. ár.

 

Tillaga um breytingu á 7. gr. félagsins.

 

Í núgildandi lögum segir að stjórn megi ráða starfsmann til félagsins og skuli í þeim tilvikum gerður við hann tímabundinn ráðningarsamningur.  Lagt er til að fellt verði úr lögum félagsins ákvæði um að gera skuli tímabundinn ráðningarsamning við starfsmann félagsins, ekki eru gerðar aðrar tillögur um breytingar á þessari grein.  Ástæða tillögunnar er sú að ekki þótti rétt að binda hendur stjórnar að þessu leiti, en verið gæti að hún teldi heppilegra að gera t.d. verksamning við þann aðila sem sinnti störfum fyrir félagið, en slíkt væri ekki heimilt samkvæmt núgildandi orðalagi.

 

Tillaga um breytingu á 8. gr. félagsins.

 

Ekki eru lagðar til tillögur um breytingar á þessari grein.

 

Tillaga um breytingu á 9. gr. félagsins.

 

Ekki eru lagðar til tillögur um breytingar á þessari grein.

 

Tillaga um nýja gr. sem verði 10. gr. félagsins.

 

Lagt er til að bætt verði við nýrri gr. (10. gr.) við lög félagsins, sem kveði á um annars vegar heimild stjórnar til að til veita félagsmönnum sem unnið hafa af eljusemi og dugnaði fyrir félagið sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín fyrir félagið, samkvæmt reglum sem stjórn skal setja og birta á heimasíðu félagsins.

Hinsvegar verði kveðið á um heimild stjórnar til að bera upp á aðalfundi tillögu um kjör heiðursfélaga, en slík tillaga yrði þá borin undir atkvæði aðalfundar og þyrfi að hljóta samþykki meirihluta fundarmanna.  

 

Tillaga um nýja gr. sem verði 11. gr. félagsins.

 

Lagt er til að bætt verði nýrri gr. (11. gr.) við lög félagsins sem kveði á um tilskilinn fjölda félagsmanna á fundum þar sem taka á fyrir tillögur um lagabreytingar.  Lagt er til að fundur verði ekki ályktunarbær nema a.m.k. 1/10 hluti félagsmanna sem atkvæðisrétt hafa samkvæmt 3. gr. séu mættir á fundinum. En samkvæmt 3. gr. laganna hafa þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöld ekki atkvæðisrétt á fundum félagsins.  Miðað við það þá er tilskilinn fjöldi fundarmanna u.þ.b. 40 manns miðað við fjölda félagsmanna í dag.  Auk þess er miðað við það líkt og gert er í núverandi lögum að 2/3 hluti fundarmanna sem mættir eru á fundinum samþykki tillöguna.  

 

Tillaga um nýja gr. sem verði 12. gr. félagsins.

 

Lagt er til að bætt verði nýrri gr. (12. gr.) við lög félagsins sem þar sem kveðið verði á um það að stjórn verði að fá heimild félagsfundar til að selja fasteignir félagsins eða ráðast í byggingu nýrra fasteigna.  Hér er um viðamiklar ákvarðanir að ræða sem eðlilegt er að mati nefndarmanna að félagsfundur ræði og taki ákvörðun um.  

 

Tillaga um nýja gr. sem verði 13. gr. félagsins.

 

Lagt er til að bætt verði nýrri gr. (13. gr.) við lög félagsins sem þar sem kveðið verði á um réttindi og skyldur Félags hesthúseiganda á Varmárbakka.  Likt og kveðið er á um í 1. gr. skal þetta vera sér deild í félaginu með sjálfstæða stjórn og sjálfstæðan fjárhag og skal sjálf fjármagna rekstur sinn.  Hestamannafélagið Hörður mun því ekki bera neinn kostnað af rekstri þessarar deildar.  Þá er deildinni óheimilt að skuldbinda félagið (Hestamannafélagið Hörð) án samþykkis stjórnar félagsins (Hestamannafélagsins Harðar).

 

Tillaga um nýja gr. sem verði 14. gr. félagsins.

 

Lagt er til að í stað núgildandi 10 gr. komi ný gr. (14. gr.) þar sem lagt er til að bera upp tillögu um að leggja félagið niður verði það aðeins gert á fundi þar sem mættir eru 3/4 hlutar atkvæðisbærra félagsmanna og 2/3 hlutar þeirra greiði þeim atkvæði sitt á fundinum.  

Í núgildandi 10. gr.  segir að 2/3 fundarmanna geti tekið ákvörðun um að leggja félagið niður.  Taldi nefndin rétt að leggja til að herða á þessari reglu og gera tillögu um aukinn meirihluta fundarmanna sem yrðu að vera mættir á fundinum til að hann væri lögmætur til að taka ákvörðun um að leggja félagið niður.

Náist ekki tilskilinn fjöldi fundarmanna, þá er skylt að boða til framhaldsfundar og getur sá fundur tekið ákvörðun um að slíta félaginu án tillits til fjölda fundarmanna og þarf tillagan þá eftir sem áður samþykki 2/3 hluta þeirra sem mættir eru á fundinum.

Laganefnd Hestamannafélagsins Harðar