Knapamerkjanámskeið hjá Herði

Nú er allt á fullu í undirbúningi fyrir námskeið vetrarins.  Við ætlum að byrja á að auglýsa knapamerkjanámskeiðin. Þau verða í boði bæði fyrir börn og fullorðna.
Hér að neðan koma nánari upplýsingar um námskeiðin.

 

Mánudagar
Kl 1600 knapamerki 1&2 börn, kennari Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Kl 1700 knapamerki 3 börn, kennari Sonja Noack
Kl 1800 knapamerki 1&2 fullorðnir, kennari Sonja Noack

Þriðjudagur
Kl 1600 knapamerki 4 unglingar, kennari Þórdís Anna Gylfadóttir
Kl 1700 knapamerki 3 fullorðnir, kennari Þórdís Anna Gylfadóttir

Bóklegur tímarnir í 1 og 2 verða eftir áramót, nánari dagsetning auglýst síðar, en bóklegu tímarnir í kapamerki 3 kl 18:30 fullorðnir og 4 kl 17:00 unglingar sem Þórdis Anna kennir byrja fimmtudaginn 6.nóvember og knapamerki 3 sem Sonja kennir byrja þriðjudaginn 4. Nóvember kl 17.
Kennt verður í Harðarbóli

Verklegu tímarnir í knapamerki 1, 2 og 3  byrja mánudaginn 12.janúar 2015 og í knapamerki 4 og 3 þriðjudaginn 13.janúar 2015.

Verðskrá:
Knapamerki 1 og 2 börn: 28.000
Knapamerki 3 börn/unglingar: 32.000
Knapamerki 4 / unglingar: 43.000

Knapmerki 1 og 2 fullorðnir: 34.000
Knapamerki 3 fullorðnir: 38.000

Boðið verður uppá stöðupróf í knapamerkjum 1 og 2 í byrjun janúar og kostnaðurinn við það er 5000 fyrir hvert knapamerki.  Þeir sem hafa áhuga á því eru beðnir um að hafa samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. /Oddrún

Skráning á námskeiðin fara eru hér á eftirfarandi slóð:

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Hestamannafélagið áskilur sér þann rétt að fella niður námskeið ef ekki næg þátttaka næst.

Kv Sonja Noack
yfirkennari Harðar