MINNUM Á LAUST STÖRF HJÁ HERÐI

Laus störf til umsóknar hjá Hestamannafélaginu Herði

Yfirreiðkennari - reiðkennarar

Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2014-2015. Jafnframt auglýsir félagið eftir yfirreiðkennara sem myndi skipuleggja reiðnámskeið í samvinnu við reiðkennara félagsins, æskulýðsnefnd og fræðslunefnd Harðar. Hann myndi jafnframt búa til stundatöflur og sjá um nokkra viðburði yfir veturinn. Yfirreiðkennari myndi einnig kenna, ekki er um fullt starf að ræða, en viðvera verður ákveðin í samráði við viðkomandi aðila og stjórn félagsins.

Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum.

Umsjónamaður reiðhallar félagsins

Leitað er að einstakling til að sjá um viðhald og umsjón reiðhallar félagsins. Viðkomandi þarf að sjá um tímabókanir í reiðhöllinni, þrif og létt viðhald. Ekki er um fullt starf að ræða en viðvera verður ákveðin í samráði við starfsmann og stjórn félagsins.

Þeir sem hafa áhuga senda umsókn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 20.september 2014.