STÆKKUN HARÐARBÓLS

Hestamannafélagið Hörður ætlar að ráðast í  þá framkvæmd að stækka félagsheimilið Harðarból.  Búið er að deiliskipuleggja svæðið og teikningar liggja fyrir.  Framkvæmdir hefjast í byrjun september.  Þegar er búið að safna töluverðri upphæð til verksins og búið er að fá tilboð í sem mest af efninu.  

 

Félagsgjöldin verða EKKI notuð í framkvæmdirnar, heldur treyst á sjálfboðavinnu og fjárframlög.

 

Ætlunin er að gera viðbygginguna fokhelda fyrir hrossakjötveislu 8-villtra í lok október 2014.

Öll vinna við verkið verður unnin í sjálfboðavinnu.  Við leitum því til ykkar,kæru félagar um aðstoð með hamra og sagir, þegar kallið kemur.  Þetta eru nokkrar helgar í september og október gerum við ráð fyrir. Verkstjóri verður á staðnum og leiðbeinirfólki.  Þáverður hópur sem sér um að vinnufólk fái að borða og drekka.  

 

Við Harðarmenn erum löngu orðin landsþekkt fyrir samstöðu og samheldni.  

Stækkunin á eftir að nýtast okkur Harðarfólki um ókomin ár.  

 

Fyrir hönd byggingarnefndar Harðarbóls

Jóna Dís Bragadóttir

Formaður Hestamannafélagsins Harðar

Hardarbol