Randbeit bönnuð frá 20. ágúst-hross fjarlægð þar sem beit er búin

Nú er 20. ágúst genginn í garð og því ástæða til að benda öllum þeim sem leigja beit hjá félaginu að héðan í frá er bannað að randbeita. Þá þarf að loka af þeim hlutum hólfanna sem búið er að beita og hafa hrossin einvörðungu á óbeitta hlutanum. Þá er rétt að ítreka þá harðlínustefnu félagsins að  öllum hólfum verði skilað í einkunn þremur og því tímabært að fjarlægja hross úr þeim hólfum sem beit er uppurin í. 
Gerð var úttekt á hólfunum nýlega og verður haft samband við þá sem eiga að fjarlægja hrossin strax. 

Beitarnefnd