Menntasjóður Laxnes

Hestaleigan Laxnes hefur stofnað menntasjóð sem ætlað er að styrkja fólk í Hestamannafélaginu Herði sem stundar nám í hestafræðum í framhaldsskóla eða háskóla.  Hestamannafélagið Hörður sér alfarið um utanumhald og úthlutanir úr sjóðnum. Formaður Hestamannafélasins Harðar er formaður sjóðsins. Hér með er óskað eftir umsóknum í sjóðinn og skal senda umsóknir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Í umsókninni skal geta þess náms sem stundað er og rökstuðningur fyrir styrkveitingu. Umsóknum skal skilað fyrir 1.október 2013.

  

 

Hestamannafélagið Hörður þakkar Hestaleigunni í Laxnesi fyrir frábært framtak við stofnun þessa menntasjóðs.

  

MENNTASJÓÐURINN LAXNES

1. Hestaleigan Laxnesi stofnar sjóðinn í samstarfi við Hestamannafélagið Hörð í Mosfellsbæ.

2. Sjóðnum er ætlað að styrkja námsmenn til náms í hestafræðum í framhaldsskóla eða háskóla.

3. Laxnes mun gefa 300 þúsund krónur árlega í sjóðinn næstu árin, en getur sagt samningnum upp með árs fyrirvara.

4. Hestamannafélagið Hörður sér alfarið um utanumhald og úthlutanir úr sjóðnum og skipar félagið þriggja manna stjórn hans sem hér segir: Formaður félagsins hverju sinni er formaður sjóðsins, en auk hans skal aðalgjaldkeri félagsins og einn meðstjórnandi sem kosinn er á aðalfundi sitja í stjórn hans.

5. Auglýst skal eftir umsóknum á áberandi hátt (á heimasíðu félagsins og í bæjarblaði, td. Mosfellingi). Allir þeir sem stunda nám í framhaldsskóla eða háskóla í hestafræðum hverskonar geta sótt um styrk frá sjóðnum. Sjóðurinn úthlutar svo styrk eða styrkjum að upphæð 300.000.- kr. árlega til eins eða fleiri námsmanna og skal því lokið eigi síðar en 1.ágúst ár hvert.

Fyrir hönd Laxnes

____________________________