Reiðskóli fyrir fatlaða

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ, hefur um nokkurt skeið boðið upp á reiðnámskeið fyrir fatlað fólk, aðallega börn, en þó einnig fyrir fullorðna.

Námskeiðin hefjast þann 1. október og er kennt frá kl: 14:45- 15:45 alla virka daga, en á laugardögum frá kl: 10:30 – 11:30

Hvert námskeið er einu sinni í viku og stendur yfir í 10 vikur.

Verð fyrir námskeiðið er Kr: 50.000-

Reiðkennari er Fredrica Fagerlund, en hún er menntuð sem reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum.  Fredrica er eigandi að reiðskólanum Hestamennt ásamt manni sínum, Sigurði H. Örnólfssyni. Reiðskólinn var áður í eigu Berglindar Ingu Árnadóttur (Beggu), sem hefur nú flutt erlendis til annarra starfa.

Í lok námskeiðs fá þátttakendur kennsluhandbók og viðurkenningarskjal.

Skráning fer fram á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar á Facebook: https://www.facebook.com/reidnamskeid/

Við viljum koma á framfæri þökkum til sjálfboðaliðanna okkar og styrktaraðila, en þeir eru einn af hornsteinum starfseminnar.  Fræðslunefndin er alltaf að leita að fólki sem er til í að gefa af sér og sínum tíma til að vinna með okkur. Eina sem þarf er jákvæðni, áhugi á mannlegum samskiptum og einn til tveir klukkutímar í viku. Ef þú vilt vera sjálfboðaliði eða fá frekari upplýsingar þá sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..41124531_283646825784126_7482434814679711744_n.jpg40950758_1095265837306263_7290907950774747136_n (1).jpg40851938_722934511391867_3602198326809722880_n.jpg41078782_298885007575993_7824018739166183424_n.jpg

Vinningsnúmerin í Stóðhestahappdrætti Hrossaræktar Ehf

Eftirtaldir eru vinningshafar í Stóðhestahappdrætti Hrossaræktar Ehf 2014:

 

Aldur frá Brautarholti - 0119
Arður frá Brautarholti - 2613
Arion frá Eystra-Fróðholti - 0882
Arion frá Miklholti - 0522
Árli frá Laugasteini 0309
Ás frá Ármóti - 1793
Ás frá Hofsstöðum - 0005
Ás-Eyfjörð frá Bakka - 1883
Blær frá Einhamri - 0420
Blær frá Miðsitju - 1412
Blær frá Torfunesi - 0666
Bragur frá Túnsbergi - 0414
Brennir frá Efri-Fitjum - 0253
Bruni frá Brautarholti - 1702
Daggar frá Einhamri - 2315
Darri frá Einhamri - 1392
Dósent frá Einhamri - 2574
Draupnir frá Brautarholti - 1647
Drösull frá Brautarholti - 0801
Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá - 0020
Eldur frá Einhamri - 0362
Erill frá Einhamri - 0311
Farsæll frá Litla-Garði - 0733
Fjörður frá Flugumýri - 1398
Galdur frá Reykjavík - 2024
Glæsir frá Fornusönum - 2300
Glúmur frá Dallandi - 0019
Hákon frá Dallandi - 1493
Hattur frá Eylandi - 2352
Héðinn-Skúli frá Oddhóli - 0662
Hljómur frá Eystra-Fróðholti - 1857
Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 - 0306
Hvatur frá Dallandi - 2297
Hvinur frá Blönduósi - 0059
Kamban frá Húsavík - 0483
Kaspar frá Kommu - 1379
Kiljan frá Steinnesi - 1646
Kjarni frá Hveragerði - 2030
Klettur frá Hvammi - 1499
Kolbakur frá Flugumýri - 0199
Konsert frá Túnsbergi - 0470
Kórall frá Eystra-Fróðholti - 2265
Krókur frá Ytra-Dalsgerði - 2468
Kvartett frá Túnsbergi - 0562
Laxnes frá Lambanesi - 1444
Lektor frá Ytra-Dalsgerði -0587
Lexus frá Vatnsleysu - 0388
Ljúfur frá Torfunesi - 2607
Már frá Feti - 0222
Markús frá Langholtsparti - 0715
Oddur frá Ytra-Dalsgerði - 0750
Óðinn frá Eystra-Fróðholti - 1869
Ófeigur frá Bakkakoti - 2620
Penni frá Eystra-Fróðholti - 1653
Sær frá Bakkakoti - 2174
Seiður frá Flugumýri - 2224
Sjarmi frá Hléskógum - 0007
Stapi frá Dallandi - 1383
Stormur frá Leirulæk - 1725
Styrkur frá Stokkhólma - 0267
Styrmir frá Eystra-Fróðholti - 0227
Styrmir frá Skagaströnd - 0248
Tenór frá Túnsbergi - 0660
Vákur frá Vatnsenda - 0652
Víðir frá Prestsbakka 0120
Villingur frá Breiðholti í Flóa - 0037
Völsungur frá Skeiðvöllum - 1381
Þristur frá Feti - 2292
Þytur frá Neðra-Seli - 0707
200 kg af spæni frá Spóni.is - 0111
3 ja mánaða internetáskrift frá Hringdu - 2303

Fræðslunefnd fatlaðra

"Fræðslunefnd fatlaðra auglýsir eftir kraftmiklu fólki til að vinna með okkur í nefndinni í vetur. Frábær félagsskapur og skemmtileg verkefni framundan.
Endilega setið ykkur í samband við Auði í síma 8997299 eða sendið tölvupóst á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.."

Fræðslunefnd fatlaðra vantar aðstoð

Fræðslunefnd fatlaðara auglýsir eftir hressum ungmennum og fullorðnum í vinnu til að aðstoða okkur í vetur á námskeiðunum fyrir fötluð börn og ungmenni. Um er að ræða aðstoð nemenda á námskeiðunum. Engin þörf er á sérþekkingu á fötlunum en gott ef þið eruð vön að umgangast hesta :)

Vinnutíminn er á mánudögum og föstudögum kl. 14:45 - 15:45.Lágmarksaldur er 12 ára.

Kæru Harðarfélagar

Um helgina þá hvarf reiðhjálmur í reiðhöllinni sem ungur strákur geymdi inn í innri kompunni. Hann er á námskeiði hjá okkur 3 í viku mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þetta er einhverfur strákur sem hefur svakalega gaman af því að vera hjá okkur þessa daga, hann geymdi hjálminn sinn í góðri trú um að enginn myndi taka hann. Ég vona að einhver hafi fengið hann að láni ofsalega stutt:) og hann verði komin til skila fyrir næsta námskeið. Ef einhver hefur einhverjar upplýsingar þá getur hann haft samband við Beggu Árna 8996972 eða Rögnu Rós 8663961.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2011 til Hestamannafélagsins Harðar

Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2011Það er sönn ánægja að tilkynna að Hestamannafélagið Hörður vann til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011.

Félagið vann í flokki fyrirtækja/stofnana, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga.Hvatningarverðlaunin eru veitt á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, ár hvert. Verðlaunin eru afhent í fimmta sinn og veitt í þrem flokkum, flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og umfjöllunar/kynningar, þrjár tilnefningar voru í hverjum flokki og ein verðlaun voru veitt í hverjum þeirra.

Íslenski hesturinn og fólk með fötlun

Hestamannafélagið Hörður

Íþróttasamband fatlaðraÍþróttasamband fatlaðra og Hörður standa fyrir ráðstefnu um hestamennsku fyrir fólk með fötlun laugardaginn 11.febrúar kl. 10.00 - 16.00.

Íslenski hesturinn hefur reynst vel við þjálfun og endurhæfingu fólks með fötlun. Hestaíþróttin eru keppnisgrein á ólympíumótum fatlaðra og á alþjóðaleikum Special Olympics og á Íslandi er verið að þróa keppnisform fyrir fólk með fötlun.

Nánar...

Hefur þú tíma aflögu til að vinna í frábæru umhverfi með frábæru fólki?

Smellið á myndina til að sjá auglýsinguna í pdfSjálfboðaliðar óskast til að vinna á reiðnámskeiði fyrir fötluð börn- og ungmenni hjá Hestamannafélaginu Herði í vetur.

Námskeiðin verða alls fjögur fram að áramótum og kennt er 1 sinni í viku á mánudögum frá kl. 14:45 - 15:45 og  1 sinni í viku á föstudögum frá kl. 14:45 - 15:45. Hvert námskeið eru 5 skipti í senn. Kennt er í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Námskeiðin byrja mánudaginn 19.september 2011.

Nánar...