• image1
  • image001
  • YG8A2829
  • 2K3P2468
  • YG8A5161
  • 2K3P1959
  • 2K3P1031
  • YG8A9345
  • 1150x250-2
  • 1150x250-1
Miðvikudaginn 19. janúar verður skráð á námskeið sem haldin verða fyrripart vetrar. Að venju verður hinn sívinsæli reiðkennari Sigrún Sigurðardóttir hjá okkur og mun hún kenna á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur. Sigrún hefur verið fastur kennari hér í Herði í fjölmörg ár og námskeiðin hjá henni eru yfirleitt fullbókuð. Þeir sem vilja tryggja sér aðgang þurfa því að hafa hraðar hendur og mæta þann 19. til skráningar. Á miðvikudögum verða svo Friðdóra Friðriksdóttir og Oddrún Sigurðardóttir reiðkennarar, og Harðarfélagar, með spennandi námskeið. Kennt verður skv. knapamerkjakerfinu og er það spennandi nýjung hjá félaginu. Á þessum námskeiðum verður lögð áhersla á að undirbúa knapa og hesta undir keppnisnámskeið sem þær stöllur verða með seinna í vetur. Þeir krakkar sem skrá sig á þetta námsekið ganga fyrir á seinna námskeiðið. Ath. námskeiðin eru fyrir börn - unglinga og ungmenni. Hér er því ákaflega spennandi námskeið á ferð og því öruggast að tryggja sér pláss með því að mæta í skráningu - miðvikudaginn 19. janúar kl. 19.00